Í miðju Seljahverfi í Breiðholti er allstórt grænt svæði umhverfis manngerða settjörn er ber heitið Seljatjörn. Er svæðið í kringum tjörnina vinsælt útivistarsvæði ekki síst hjá börnum og eldri borgurum en bæði skólar og heimili fyrir aldraða eru í nágrenni svæðisins.Í garðinum er lystihús og vistvæn leiktæki fyrir börn. Lokið var við hönnun og gerð Seltjarnar og almenningsgarðsins í kringum tjörnina árið 1990.

Aldur: 1990.

Samgöngur:

Bílastæði við Seljakirkju.
Strætóleiðir: 3-4. Stöð: Hólmasel.
Þar er að finna: Garðyrkja – Bekkir – Leiktæki – Lystihús.