Hvernig væri nú að breyta aðeins til og upplifa landið okkar á öðruvísi hátt, Silfra er frábær staður til þess að prófa eitthvað nýtt, yfirborðsköfun er íslenska heitið yfir snorkeling sem flestir hafa heyrt um en ekki margir Íslendingar prófað á Íslandi a.m.k.
Silfra er í Þingvalla þjóðgarði og ekki nema 40 mínútur frá höfuðborginni þannig að þetta er tilvalið fyrir borgarbúa og þá sem búa á suðvesturhorninu.
Í Silfru rennur ferskvatnsuppspretta og kemur vatnið í gegnum hraunið alla leið frá Langjökli, vegna þess hversu mikið vatn rennur þar í gegn er vatnið kristaltært sem gerir upplifunina ennþá meiri.
Af hverju ekki að eyða degi í þjóðgarðinum og bæta snorkeling við til að fullkomna daginn og gera það með fyrirtæki með hæstu meðmæli fyrri ferðalanga sem komið hafa með í ferðirnar okkar?
Bókið ferðina og hefjið ævintýrið 😊 og muna að nota AFRAMISLAND til að fá afslátt af ferðinni

Allir sem taka þátt þurfa að svara spurningum og staðfesta öll atriði á þessi skali: https://troll.is/medical

Bókaðu núna