Almennt

Söluvefurinn okkar-reykjavik.is er í eigu Vefgerðarinnar ehf kt 12345678890, Sléttuvegi 17 á Fjölmiðlahæð. Til einföldunar verður hér eftir talað um okkar-reykjavik.is og Vefgerðina ehf sem Vefgerðina. Skilmálar þessir skilgreina réttindi og skyldur Vefgerðarinnar annars vegar og kaupanda hins vegar. Þessir skilmálar teljast samþykktir við kaup á vörum og eða þjónustu.

Söluaðili er fyrirtæki sem býður vörur og þjónustu til sölu hjá Vefgerðinni. Kaupandi er annars vegar einstaklingur í skilningi laga um neytendakaup og verður að vera að lágmarki 16 ára.Hins vegar getur kaupandi verið fyrirtæki og gilda þá lög um þjónustukaup nr 42/2000.

Upplýsingar og verð

Öll verð eru með virðisauka samkvæmt upplýsingum og fyrirliggjandi gögnum frá söluaðila og eru birt ásamt lýsingu vöru og þjónustu með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.,

Afhending

Vefgerðin selur inneign í formi gjafabréfs eða inneignar hjá söluaðila og veitir það rétt kaupanda á að fá vöru eða þjónustu afhenda frá þeim söluaðila. Vefgerðin ber ekki ábyrgð á gæðum vöru og þjónustu sem söluaðili veitir.

Þegar greiðsla hefur átt sér stað fyrir vöru (r) eða þjónustu er hlutverki Vefgerðarinnar lokið og gengur í gildi samningur milli kaupanda og söluaðila sem þar með yfirtekur skyldur Vefgerðarinnar gagnvart kaupanda og gild þá lög um þjónustukaup nr 42/2000 og lög um neytendakaup nr 48/2003 um réttarstöðu samningsaðila. Til staðfestingar á kaupum sendir Vefgerðin tölvupóst á kaupanda á það netfang sem hann gaf upp.

Hægt er að greiða með millifærslu og er það tekið fram í pöntunarferlinu. Bankaupplýsingar eru á vefsvæðinu og sendir kaupandi staðfestingu á millifærslu í tölvupósti. Telst vara afhend þegar Vefgerðin fær þá staðfestingu.

Heimsending

Pantanir sem berast fyrir 14:00 eru yfirleitt afhentar samdægurs annars næsta virka dag, Pantanir fyrir höfuðborgrsvæðið eru keyrðar út, aðrar pantanir eru sendar með pósti. Þetta gildir almennt nema um átaksverkefni er að ræða en þá er tilgreint á hvaða dögum pantanir eru afhendar eða sendar með pósti.

Endurkröfur

Verði kaupandi var við misræmi í keyptri vöru og þeirrar vöru sem hann hefur fengið afhenda skal hann tilkynna Vefgerðinni það skriflega innan þriggja daga. Ef kaupandi fær ekki vöru sína eða þjónustu afgreidda vegna vanefnda söluaðila á kaupandi rétt á endurgreiðslu frá Vefgerðinni.

Ef vara eða þjónusta er háð því að vera afgreidd á ákveðnum tíma og/eða dagssetningu skal kaupandi sjá til þess að hann geti tekið á móti afgreiðslu vöru og/eða þjónustu á tilsettum tíma og/eða dagssetningu. Geti kaupandi það ekki þarf hann sjálfur að leita til söluaðila með að breyta tíma og/eða dagssetningu enda er söluaðili ábyrgur gagnvart kaupanda hvað vörur og/eða þjónustu varðar.

Um vörur og þjónustur sem Vefgerðin selur, hvort sem um pakka er að ræða eða einstaka vöru, gilda skilmálar þess söluaðila sem er með vöruna til sölu. Öllum fyrirspurnum og beiðnum um skil, skipti og uppfærslur skal beina beint til þess söluaðila sem afgreiðir viðkomandi vöru.

Þegar pöntun er afgreidd er send tilkynning á þá söluaðila hvers vörur eru í pakkanum sem verið er að kaupa. Um er að ræða inneign hjá viðkomandi söluaðila fyrir ákveðinni vöru eða upphæð og er mögulega bara í boði á tiltekinni dagssetningun og/eða tímasetningu.

Annað

Vefgerðin áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum og telst birting þeirra á vefsíðu nægileg tilkynning.

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim er hægt að bera viðkomandi mál upp við Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur má reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991.

Skilmálar þessir gilda frá 17. Maí 2020.