Upplifðu leyndardóma hafsins í þessari skemmtilegu hvalaskoðunarferð frá Reykjavík! Hér er einstakt tækifæri til að sjá hvali og höfrunga í töfrandi umhverfi, undir leiðsögn sérþjálfaðra sjávarlíffræðinga.
Njótið einstakrar ferðar um Faxaflóa með sérþjálfaðri áhöfn og náttúrusérfræðingum í leit að sjávarspendýrum og öðru dýralífi Reykjavíkur. Töfrandi landslag flóans ætti ekki að fara framhjá neinum bætir sannanlega upplifunina.
Við tökum á móti þér með hlýju viðmóti í miðasölu okkar við gömlu höfnina í Reykjavík þar sem þú sækir brottfararspjald og færð nánari upplýsingar um hvert leiðin liggur næst. Aðeins nokkrum skrefum neðar á höfninni finnur þú landfasta bátinn okkar, Fífil, þar sem áhöfnin tekur á móti þér, en þar gefst tækifæri til að skoða einstakt sýningarrými sem leiðir þig um leyndardóma hafsins; einnar sinnar tegundar í heiminum!
Um borð eru hinir ýmsu útsýnispallar, upphitaðir salir með stórum gluggum, kaffitería þar sem hægt er að versla léttar veitingar, klósett og fatahengi þar sem hægt er að fá lánaða heilgalla og teppi. Þú getur valið á milli þess að sitja inni í hlýjunnni eða flakka um á útiþilfari í hlýjum galla á meðan þú nýtur ferðarinnar og hlustar á leiðsögumanninn útskýra allt um landslagið, náttúruna og hvalina í kring. Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá er sjávarlíffræðingur um borð sem getur svarað öllum þínum spurningum!
Algengustu hvalirnir í Faxaflóa eru hrefnur, hnúfubakar, höfrungar og hnýsur. Aðrir hvalir svo sem háhyrningar, sandreyðar, langreyðar og grindhvalir hafa sést á svæðinu á síðastliðnum árum en eru ekki eins algengir. Ýtið hér til að fá frekari upplýsingar um þær tegundir sem við getum átt von á að sjá í ferðinni.
Innifalið í verði
- 3 klst. sigling um Faxaflóa
- Heilgallar, teppi og regnjakkar í boði
- Frábær og persónuleg leiðsögn
- Sjávarlíffræðingar og vel þjálfuð áhöfn
- Frítt internet um borð
- Aðgangur að hvalasýningu Eldingar
- Upphitaðir salir með stórum gluggum
- Myndir teknar af áhafnarmeðlimum (ef einhverjar)
- Engir hvalir eða höfrungar? Komdu aftur frítt!
Annað
Við mælum með að allir klæði sig eftir veðri þar sem það er yfirleitt svalara úti á sjó en í landi. Hægt er að fá í láni teppi, regnjakka og heilgalla um borð.
Þar sem öryggi og ánægja farþega okkar er í hávegum höfð, er ferðin ávallt háð góðum veður- og sjóskilyrðum. Ferðinni gæti því verið aflýst með stuttum fyrirvara.
Við fylgjum siðareglum IceWhale varðandi ábyrga hvalaskoðun. Hafðu í huga að til að minnka áreiti gætum við þurft að halda fjarlægð við hvalina eða sigla áfram ef of margir bátar eru á sama stað í einu.
Ýtið hér til að fá frekari upplýsinar um þá hvali sem við getum átt von á að sjá í ferðinni.
Við bjóðum einnig upp á ýmsar samsettar ferðir. Prófaðu hvalaskoðun + lundaskoðun á sumrin eða hvalaskoðun og norðurljósasiglingu á veturna.. eða skoðaðu allar hinar ferðirnar okkar og sjáðu hvað annað er í boði.