Skelltu þér í dagsferð og upplifðu gullhringinn, frægustu ferð landsins!

Ferðin hefst á BSÍ og er brottför þaðan alla morgna kl.10:30.

Þaðan er förinni heitið á hið heimsfræga jarðhitasvæði Geysis. Þar er að finna bullandi hveri og þar á meðal okkar virkasta hver, Strokk. Eftir þægilegt stopp þar er haldið áleiðis til Gullfoss, konung íslenskra fossa! Við Gullfoss er þér gefinn kostur á að standa við hlið eins magnaðasta og vatnsmesta foss Evrópu og sjá gífurlegt magn af vatni steypast ofan í tilkomumikið gil. Að lokum er haldið í Þingvallaþjóðgarð það svæði okkar Íslendinga sem hefur hvað mesta sögulega og jarðfræðilega þýðingu.

Í þessari 6 klukkustunda ferð upplifir þú þversnið af náttúruperlum og jarðfræðilegum undrum Íslendinga.

Lengd ferðar: 10:30 – 16:30.

Komdu með og ferðumst innanlands!

  • Rútuferð
  • Lifandi leiðsögn
  • Frítt internet

Bókaðu núna