Special Tours bjóða uppá skemmtiferðir frá Reykjavík á einum flottasta Rib bát sem völ er á. Lagt er af stað út frá gömlu höfninni í Reykjavík og er siglingin í heild um 45 mínútur. Siglingin sjálf er um 45 mínútur þar sem brunað er um sundin Rétt út fyrir ströndum Reykjavíkur á þónokkrum hraða en einnig eru gerð stutt stopp við eina af tveim eyjum í flóanum þar sem um 30.000 lundapör hafa komið sér fyrir til þess að verpa. Í bátnum eru 12 dempandi sæti fyrir aukin þægindi og bæði reyndur leiðsögumaður og skipstjóri fara fyrir hópnum. Special Tours útvega allan öryggisbúnað og er báturinn þrifinn og sótthreinsaður eftir hverja ferð líkt og það sama á við allan búnað sem gestir notast við í ferðinni svo sem galla, vesti og gleraugu.