Það er ævintýri líkast að svífa á svifvæng yfir mosavaxnar hraunbreiður og gíga Bláfjallasvæðins! Þarna náum við hátt í 900 metra lofthæð með útsýni til allra átta. Á góðum degi sjáum við yfir til Vestmannaeyja og Snæfellsness, yfir höfuðborgina og Reykjanesið, inn á hálendi og jökla og snertum skýjin er við svífum aftur niður til jarðar!

Svifvængjaflug (Paragliding) á tvímenningsvæng er kynningarflug á svifvæng með svifvængjaflugkennara. Kynningarflug er einstakt tækifæri til að kynnast þessu frábæra flugsporti.

Í svifvængjaflugi ertu svo nálægt náttúruöflunum að þú verður í raun partur af þeim! Með skýin þér við hlið svífurðu hljóðlaust í loftuppstreymi með hinum fuglunum. Landslagið eignast nýtt líf undir dinglandi fótum þínum. Með vindinn í hárinu upplifirðu lífið í nýrri vídd. Þetta er sprengja fyrir skilningarvitin!

Hvað er svifvængjaflug?
Svifvængjaflug (Paragliding) er frjálst flug á mótorlausum væng úr efni ekki ósvipuðu og í fallhlíf. Hönnun vængsins er byggð á flugvélavæng og tekur form sitt af loftinu sem fyllir hann. Fyrirrennari svifvængsins er svifdrekinn sem margir kannast við. Svifvængurinn er einfaldasta leið mannsins til að komast á flug. Mótorlaust og hljóðlaust notum við vinda og loftuppstreymi til að líða um loftið. Þú kemst ekki nær því að vera fugl!

Hvernig fer kynningarflug fram?
Flugkennarinn útskýrir grundvallaratriði svifvængjaflugs; hvernig vængurinn virkar, hvernig við nýtum vinda og loftuppstreymi til að hækka flugið, hvernig við stjórnum ferð, stefnu og hvar við lendum. Nemandinn situr í öruggum búnaði fyrir framan flugkennarann og upplifir allt frá fyrstu hendi.

Fyrir hvern er svifvængjaflug?
Svifvængjaflug er upplifun fyrir alla sem eiga sér flugdrauma eða langar að takast á við nýjar áskoranir! Fyrir fólk á öllum aldri sem vill víkka út sjóndeildarhringinn, stíga út fyrir þægindarammann og sjá heiminn frá öðru sjónarhorni.

Hvert flug er persónuleg upplifun.
Kynningarflug fer fram á tvímenningsvæng með einka flugkennara og þú getur valið flugstíl sem hentar þér. Viltu svífa tignarlega um himininn og njóta frelsistilfinningunnar og útsýnisins? Eða viltu listflugsútgáfuna og koma blóðinu á almennilega hreyfingu? Eitthvað þar á milli? Þú ræður ferðinni!

Innifalið í verðinu

Allur búnaður sem við notum, bæði vængja- og togbúnaður, er viðurkenndur og öryggisstaðlaður af sértækri alþjóðlegri stofnun. Svifvængjaflugkennarar Happyworld eru þjálfaðir og reyndir á sínu sviði, með þjálfun frá mismunandi löndum og úr fjölbreyttum veðurkerfum. Þeir eru viðurkenndir af FAI (The World Air Sports Federation). Við fylgjum stífum vinnu- og öryggisreglum í öllu ferlinu.

Athugið

Flugsvæðið okkar er á Bláfjallasvæðinu við Sandskeið, í ca. 20 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Við tökum vel á móti þér með undirbúning og öryggisatriði. Heildartími með undirbúningi og frágangi er yfirleitt um klukkustund. Flugtíminn fer að sjálfsögðu eftir veðri og aðstæðum en er yfirleitt um 10-15 mínútur. Með akstri fram og til baka frá Reykjavík skaltu gera ráð fyrir 2-3 klukkustundum í allt.

Bókaðu núna