Einstök hvalaskoðunarferð í töfrandi umhverfi.
Tímabil og brottfarartími:
15 júní – 31 júlí at 20:30
1 ágúst – 31 ágúst at 19:00
Tímalengd: 2,5-3,5 klst.
Við tökum á móti þér í heillandi umhverfi við gömlu höfnina í Reykjavík þar sem þú sækir brottfararspjald og færð nánari upplýsingar um hvert leiðin liggur næst. Aðeins nokkrum skrefum neðar á höfninni finnur þú landfasta bátinn okkar, Fífil, þar sem áhöfnin tekur á móti þér, en þar gefst tækifæri til að skoða einstakt sýningarrými sem leiðir þig um leyndardóma hafsins; einnar sinnar tegundar í heiminum!
Í þessari skemmtilegu kvöldsiglingu munt þú kynnast Reykjavík á annan hátt en þú hefur vanist. Miðnætursólin spilar stórt hlutverk og gefur ferðinni rómantískan og afslappandi blæ. Til að gera ferðina ennþá einstakari, munum við spila tónlist og jafnvel slökkva á vélum bátsins til að njóta okkur enn frekar.
Algengustu hvalirnir í Faxaflóa eru hrefnur, hnúfubakar, höfrungar og hnýsur. Þar sem hvalir sofa ekki fyllilega og eru jafnan spendýr, þurfa þeir að koma upp á yfirborðið annars lagið til þess að anda. Það eru því jafn miklar líkur á að sjá þá á kvöldin eins og á daginn. Ýtið hér til að fá frekari upplýsingar um þær tegundir sem við getum átt von á að sjá í ferðinni
Innifalið í verði
- 3 klst. sigling um Faxaflóa
- Heilgallar, teppi og regnjakkar í boði
- Frábær og persónuleg leiðsögn
- Sjávarlíffræðingar og vel þjálfuð áhöfn
- Frítt internet um borð
- Aðgangur að hvalasýningu Eldingar
- Upphitaðir salir með stórum gluggum
- Góð tónlist og afslappandi umhverfi
- Myndir teknar af áhafnarmeðlimum (ef einhverjar)
- Engir hvalir eða höfrungar? Komdu aftur frítt!
Við mælum með að allir klæði sig eftir veðri þar sem það er yfirleitt svalara úti á sjó en í landi. Hægt er að fá í láni teppi, regnjakka og heilgalla um borð.