Í þessari ferð siglum við út í Faxaflóa um borð í sjarmerandi eikarbátnum SÖGU, og finnum handa þér bestu veiði staðina sem flóinn býður upp á.

Frábær afþreying fyrir alla aldurshópa – engin þörf á kunnáttu eða fyrri reynslu!

Tímabil: 21 apríl – 15 október
Tímalengd: 3-4 klst.
Brottfarartími: 9:00 og 13:30
Minnst: 2 farþegar
Mest: 14 farþegar

Í þessari skemmtilegu veiðiferð siglum við út í Faxaflóa á sjarmerandi eikarbátnum ‘Sögu’. Um borð er að finna allan nauðsynlegan búnað til veiðanna, sem og hlífðarföt, en við mælum þó með að þátttakendur taki með sér föt sem má skíta út. Áhöfnin hjálpar þér að setja upp stangirnar og kennir þér réttu handtökin ef þörf er á.

Milli maí og ágúst munum við koma við í Engey / Lundey / Akurey rétt utan Reykjavíkur þar sem við munum skoða fluglalífið, þá aðallega lunda.

Í lok ferðarinnar grillum við hluta af aflanum um borð, ásamt því að bjóða upp á kartöflur og sósu með. Ef nóg veiðist getur þú jafnvel beðið áhöfnina um að flaka það sem eftir er og tekið með þér heim!

Algengustu fiskarnir sem við veiðum í þessari ferð eru þorskur, ýsa, makríll, ufsi og steinbítur. Ýttu hér til að fá frekari upplýsingar um fiskana sem finnast í Faxaflóa.

Þar sem öryggi og ánægja farþega okkar er í hávegum höfð, er ferðin ávallt háð góðum veður- og sjóskilyrðum. Ferðinni gæti því verið aflýst með stuttum fyrirvara. Við munum láta þig vita um leið og hægt er ef svo er. 

Innifalið

Veiðistangir og annar búnaður.
Hlífðarfatnaður.
  • Ein stöng fyrir hvern borgandi farþega
  • Áhöfn með mikla reynslu.
  • Aflinn er grillaður í lok ferðar.
  • Salerni um borð.

Bókaðu núna