Okkar Fallega
Reykjavík

Óvissuferð Í Reykjavík

Komdu ástinni þinni á óvart. Við erum búin að skipuleggja óvissuferð í miðbæ Reykjavíkur í 1, 2 eða 3 daga. Við sjáum um að skipuleggja dagana fyrir ykkur, bóka gistingu, panta borð og græja upplifun. Miðbærinn iðar af lífi og fullt af frábærum kaffihúsum, viðburðum, veitingastöðum, skemmtun, og söfnum og alveg kominn tími til að kynnast honum betur eða alveg upp á nýtt.

Dagsferð

Dagsferð í miðbænum á þessum árstíma er dásamleg leið til að að njóta lífsins og þess sem miðbærinn býður upp á.

Dagur og Nótt

Dagsferðin tekin lengra með næturgistingu á góðum stað. Rómantík og notaleg stund með þeim sem að þér þykir best(ur).

Helgarferð

Einfaldasta borgarferðin sem er hægt að fara í þessa dagana. Menning, upplifun, matur og rómantík á frábærum kjörum.

Upplýsingar

Þegar kemur að stóra deginum, þarftu að mæta að fylgja leiðbeiningunum í pökkunum með hvar þú mætir, hvað þú upplifir, hvað þú borðar og hvað þú skoðar.

Hvernig nota ég þessa pakka?
Við sjáum um að velja í pakkann fyrir þig og er það hluti af því óvænta. Upphæðin eða verðmætið er það sama og veljum við af handahófi hótelið, veitingastaðinn og upplifunina fyrir þig. Þú færð staðfestingu í tölvupósti um kaupin og svo sendum við pakkann heim með nánari upplýsingum.

Þarf ég að panta borð?
Nei, við sjáum um það fyrir þig. Eina sem þú þarft að gera er að mæta á tilsettum tíma og eru upplýsingar um það í pakkanum sem við sendum heim. Góð regla er að hringja og staðfesta.

Þarf ég að bóka hótelið?
Nei, við sjáum um það fyrir þig. Eina sem þú þarft að gera er að mæta á tilsettum tíma og eru upplýsingar um það í pakkanum sem við sendum heimt.

Þarf ég að panta ferðaþjónustutengdu upplifunina?
Nei, við sjáum um það fyrir þig. Eina sem þú þarft að gera er að mæta á tilsettum tíma og eru upplýsingar um það í pakkanum sem við sendum heimt.

Þarf ég einhvern útbúnað eða sérstakan klæðnað?
Best að klæða sig eftir veðri og svo upplifuninni. En í pakkanum eru upplýsingar sem gott ter að fara eftir.

Hvaða fyrirtæki eru samstarfsaðilar að Okkar Reykjavík
Center Hotel, Radisson hótel, Grillmarkaðurinn, Special Tours, Reykjavík Kitchen.

Taktu þátt.

© 2024 Okkar Reykjavík - MUST SEE ferðafélagi ehf, kt. 500117-0600, vsk númer 127679. Skilmálar
Samfélagmiðlar: Facebook, Instagram