Dagsferðin tekin lengra með næturgistingu. Tilvalin borgarferð fyrir vinahópinn eða rómantískt “get-away” í Reykjavík. Þessi ferð byrjar á innritun á hóteli í Reykjavík kl. 14:00. Þar á eftir er ferðinni heitið í skemmtilega afþreyingu og innifalið er ferðamáti sem þið veljið sjálf.
Borðað verður á veitingastað í miðbænum um kvöldið og svo gist eina nótt. Ferðinni lýkur svo með morgunverði á hótelinu og check-out er kl. 12:00 á hádegi.
Með einum smelli kaupir þú æðislega óvissuferð fyrir eins marga eða fáa og þú vilt. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu því að við sjáum um að bóka borð á veitingastað, bóka hótelherbergi og skipuleggja ævintýri fyrir þig og þína. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta!
Innifalið í verði:
1 dagur og 1 nótt í Reykjavík
Kvöldmatur á veitingastað
Hótelgisting í 1 nótt
Morgunmatur á hóteli
Afþreying
Óvæntar uppákomur
Ekki innifalið í verði:
Góða skapið og ævintýraþrá – þú þarft að koma með það með þér!
Gott er einnig að hafa í huga að klæða sig eftir veðri þann dag sem óvissuferð er farinn því, þið vitið – þetta er Ísland!
* Athugið að bóka þarf óvissuferð með að minnsta kosti vikufyrirvara til að tryggja að ferðin verði ógleymanleg.