Óvissuferðirnar okkar fara með þig í óvænt ævintýri, annaðhvort um dag, dag og nótt eða yfir heila helgi. Láttu okkur um að plana fyrir þig og leyfðu okkur að koma þér þægilega á óvart. Það hefur aldrei verið einfaldara að láta koma sér á óvart.

Okkar Reykjavík er hluti af markaðsherferðinni Okkar Ísland og er stefnan hér einfaldlega sú að gera öllu því góða sem landið hefur upp á að bjóða góð skil – veiðistaðir, náttúra, minjar og menningartengdir viðburðir, svo fátt eitt sé tínt til. Okkar Ísland er einnig hugsað fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja koma sér á framfæri með ferðatengdar vörur og þjónustu og vinna með okkur við að bjóða upp á spennandi upplifanir á hagstæðu verði.

Hugmyndin á bak við Okkar Ísland er einnig að safna saman öllu því frábæra sem borg og bæir Íslands hafa upp á að bjóða þannig að ferðalangar geti náð í allar upplýsingar á einum stað, á sínu móðurmáli.

Skjóstu endilega frá í smá stund — komdu og heimsóttu okkur.