Mæðragarðurinn stendur við Lækjargötu, móts við Vonarstræti við hliðina á gamla Barnaskólanum en það húsnæði tilheyrir nú Kvennaskólanum í Reykjavík. Nafn garðsins vísar til styttunnar Móðurást eftir Nínu Sæmundsson sem Reykjavík keypti árið 1928 og prýðir garðinn.
Aldur: 1925.
Samgöngur:
Bílastæði við Bókhlöðustíg, Fríkirkjuveg, Laufásveg, og Lækjargötu. Gjaldskylda virka daga kl. 10:00 – 18:00 og laugardaga kl.10:00 – 16:00.
Strætóleiðir: 1-3-6-11-12-13-14. Stöðvar: Lækjartorg – MR – Fríkirkjuvegur.
Þar er að finna: Garðyrkja – Bekkir – Listaverk – Salerni.
Saga:
Framkvæmdir við almenningsgarð á óræktuðum bletti norðan Barnaskólans við Lækjargötu hófust 1925 en þar var vatnsból til forna sem tilheyrði hjáleigunni Skálholtskoti.
Árið 1928 var styttan Móðurást eftir Nínu Sæmundsson keypt af Listvinafélagi Reykjavíkur en styttan hafði verið til sýnis í París nokkrum árum fyrr.
Ekki hafa varðveist heimildir um hönnun og ræktunarsögu í garðinum en hann var lengi vel vinsælt leiksvæði barna og vel sóttur af almenningi.
Garðurinn var endurskipulagður árið 1961.
Söluturninn á Lækjartorgi stóð í Mæðragarðinum milli 1989 og 2011.
Heimildir:
Bragi Bergsson. 2012. Almenningsgarðar á Íslandi. Ritgerð til MA-prófs. Háskóli Íslands, Hugvísindasvið.
Guðjón Friðriksson. 1991-1994. Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1940.