Einarsgarður er snotur, lítill almenningsgarður er liggur fyrir ofan Gömlu Hringbraut og fyrir neðan mót Laufásvegar og Barónsstígs, til móts við hús gamla Kennaraskólans.

Einarsgarður á rætur sínar að rekja til Gróðrarstöðvarinnar sem starfaði þar milli 1899 og 1931. Garðurinn heitir í höfuðið á Einari Helgasyni garðyrkjufræðingi.

Aldur: 1899-1931 Í eigu Gróðrarstöðvarinnar. Varð almenningsgarður árið 1943.

Samgöngur:

Bílastæði við Gömlu-Hringbraut, Barónsstíg og Laufásveg.
Strætóleiðir: 1-3-6-14-15-19. Stöðvar: Landspítalinn – BSÍ.
Þar er að finna: Garðyrkja – Listaverk – Bekkir – Sögustaður.

Saga:

Gróðrarstöðin starfaði í landi Hallskots sunnan við Þingholtin milli 1899 og 1931 og fór þar fram ýmis garðyrkja á yfir 4 hektara svæði undir stjórn Einars Helgasonar garðyrkjufræðings. Mikið af eldri trjám Reykjavíkur eiga uppruna sinn í gömlu Gróðrarstöðinni.
Gróðrarstöðin lagðist niður 1931 og árið 1943 varð skrúðgarður hennar eign Reykjavíkur og var breytt í almenningsgarð. Þá voru gerð trjá- og blómabeð, lagðar grasflatir og byggðar steinhæðir ásamt stígum. Garðurinn var opnaður almenningi árið 1948.
1954 var höggmyndin Pomona eftir danska listamanninn Johannes Bjerg vígð.

Heimildir:

Bragi Bergsson. 2012. Almenningsgarðar á Íslandi. Ritgerð til MA-prófs. Háskóli Íslands, Hugvísindasvið.
Einar Helgason. 1902. „Gróðrarstöðin“. Búnaðarritið. Reykjavík.
„Einar Helgason garðyrkjufræðingur og gróðrarstöðvin í Reykjavík“. Óðinn, 1. júní 1909, bls. 17-18.