Okkar Fallega
Reykjavík

Upplifum Reykjavík

Okkar Reykjavík er miðdepill alls þess sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða. Hér finnur þú kynstrin öll af upplýsingum um hluti til að gera, borða og upplifa, en umfram allt viljum við færa þér Reykjavík, þennan litríka gimstein norðurhafsins, eins og þú hefur aldrei séð hana áður. Í óvissuferðum okkar munuð þú og ástvinir þínir upplifa alls kyns dekur og ævintýri, hvort sem það er gisting á gæðahótelum, bátsferð, leikhús, safnferð, veitingahús eða stand-up grín, bara svo fátt eitt sé nefnt. Vertu ekkert að flækja málin -- leyfðu okkur bara að sjá um þetta, og kynnstu borginni upp á nýtt.

Hvað er okkar Reykjavik?

Óvissuferð Í Reykjavík

Við bjóðum upp á þrenns konar óvissuferðir í miðbæ Reykjavíkur. Þið einfaldlega veljið hve lengi þið viljið vera og við sjáum um rest: við bókum gistingu, pöntum borð og setjum saman stórskemmtilega upplifun fyrir ykkur. Miðbærinn iðar af lífi og er fullur af frábærum kaffihúsum, viðburðum, veitingastöðum, skemmtun, og söfnum. Við förum þó ekki með ykkur hvert sem er — við gerum miklar kröfur til samstarfsaðila og toppgæði eru ávallt höfð að leiðarljósi. Skelltu þér í ævintýri heima fyrir og uppgötvaðu nýjar hliðar á kunnuglegum slóðum.

Dagsferð

Dagsferð í miðbænum á þessum árstíma er dásamleg leið til að að njóta lífsins og þess sem miðbærinn býður upp á.

  • Upplifun
  • Út að borða
  • Glaðningur
Fullt verð 72.580 kr fyrir tvo
Þú sparar 14.516 kr Afsláttur 20%
KAUPA á 58.064 kr

Dagur og Nótt

Dagsferðin tekin lengra með næturgistingu á góðum stað. Rómantík og notaleg stund með þeim sem að þér þykir best(ur).

  • Hótel, morgunmatur og spa
  • Út að borða
  • Upplifun og glaðningur

Helgarferð

Einfaldasta borgarferðin sem er hægt að fara í þessa dagana. Menning, upplifun, matur og rómantík á frábærum kjörum.

  • Hótel 2 nætur, morgunmatur og spa
  • Tvisvar út að borða
  • Upplifun og glaðningur

Gott að vita

Í höfuðborginni er að finna margs konar þjónustu við allra hæfi og erum við búin að taka saman yfirlit yfir það helst sem er hægt að gera, sjá, svala sér á, stinga sér út í, renna sér niður og svo framvegis.

Afþreying

Í borginni má finna margs konar ferðatengdar vörur og þjónustu sem er hægt að kaupa sér aðgang að hér á síðunni allt frá hvalaskoðun til svifvængjaflugs.

Rib skemmtiferð um sundin

21.490 kr. á mann.

Snorklað í Silfru

21.900 kr. á mann.

Hvalaskoðun

12.990 kr. á mann.

Hvalaskoðun í Kvöldsólinni

12.990 kr. á mann.

Sjóstöng

11.500 kr. á mann.

Hinn klassíski gullhringur

9.599 kr. á mann.

Miðar

Mörg söfn eða viðburðir eru á höfuðborgarsvæðinu og öruggt mál að hægt er að lífga upp á tilveruna með því að skella sér á góða sýningu eða skemmtilegan viðburð.

Súkkulaðiskólinn

3.000 kr. á mann.

FlyOver Iceland

5.490 kr. á mann.
© 2023 Okkar Reykjavík - MUST SEE ferðafélagi ehf, kt. 500117-0600, vsk númer 127679. Skilmálar
Samfélagmiðlar: Facebook, Instagram