Fjölþætt og stórbrotin náttúrusýning
Perlan hýsir í dag stærstu náttúrusýningu landsins. Markmið sýningarinnar er að fræða unga og aldna um magnaða náttúru Íslands og er áhersla lögð á nútímalega vísindamiðlun og faglegan grunn í öllu fræðsluefni sýningarinnar. Tæknin er nýtt til að skapa einstaka upplifun og deila fræðsluefni á nýjan og spennandi hátt. Um er að ræða margverðlaunaða sýningu sem á sér enga líka í heiminum.

Hápunktar:
 Íshellir
 Jöklasýning
 Norðurljósasýning í stjörnuveri Perlunnar
 Sýning um krafta náttúrunnar
 Látrabjarg
 Sýning Náttúruminjasafns Íslands, Vatnið í Náttúru Íslands
 Ísgerð og kaffihús Perlunnar

Perlan Ísgerð
Ný og glæsileg ísgerð hefur opnað á 4. hæð Perlunnar. Um er að ræða ferskan og ljúffengan ís sem búinn er til að staðnum, einstakt umhverfi til að njóta hans og besta verðið í bænum!

Perlan kaffihús
Rjúkandi heit súpa, brauð, kökur, bjór, vín og einstaklega gott kaffi. Njóttu á toppi Reykjavíkur með síbreytilegt útsýni.

Perlan veitingahús
Perlan er einn glæsilegasti veislu- og viðburðasalur landsins. Afgerandi arkitektúr og yfirbragð Perlunnar gerir viðburðinn einstakan. Hægt er að bóka salinn á info@perlan.is.

Bókaðu núna