Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal

Við sem erum fædd og uppalin á eldspúandi eyju í Norður Ballarhafi komumst ekki hjá því að vera heilluð af eldvirkni og jarðhræringum enda erum við upp til hópa hálfbrjáluð þegar kemur að eldgosum. Icelandic Lava Show hefur tekist að skapa fyrstu lifandi hraunsýningu heims þar sem fólk fær einstakt tækifæri til að komast í návígi við rauðglóandi hraun í návígi (við erum að tala um 1-2 metra!).

Sýningin er einstaklega vel heppnuð og samtvinnar á eftirminnilegan hátt fræðslu, skemmtun og heimsklassa upplifun þar sem efniviðurinn er 1100° heitt rennandi hraun! Sannkölluð veisla fyrir skynfærin og ógleymanleg upplifun fyrir unga sem aldna. Og ef þú trúir okkur ekki, kíktu þá á ótrúlegar einkunnir og ummæli á TripAdvisor og Google Maps. Drífðu þig svo og pantaðu miða því þessa upplifun má enginn Íslendingur láta fram hjá sér fara!

Heimsklassa upplifun sem er einstök á heimsvísu!

Icelandic Lava Show endurskapar aðstæður eldgoss með því að hita hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal fullum af fólki! Sýningunni er stýrt af sýningarstjóra og skiptist í grófum dráttum í þrennt:
  1. Í upphafi er stuttur inngangur þar sem sýningarstjórinn býður alla velkomna og leiðir fólk í allan sannleika um upplifunina, hvað hún felur í sér, hvernig hugmyndin kviknaði og afhverju Vík í Mýrdal varð fyrir valinu (10-12 mínútur)
  1. Að innganginum loknum er sýnd stutt fræðslumynd af stað þar sem annars vegar er farið yfir það afhverju Ísland er svona virk eldfjallaeyja með áherslu á eldfjöllin í nágrenni Víkur. Hins vegar er sögð ótrúleg flóttasaga Jóns Gíslasonar, langafa sýningarstjórans og annar stofnanda Icelandic Lava Show, undan Kötlugosinu 1918 og hamfarahlaupinu sem því fylgdi (12 mínútur)

  2. Hápunktur sýningarinnar er svo þegar 1100°C heitu hrauninu er hellt inn í sýningarsalinn. Það er ólýsanleg tilfinning að sjá, heyra og finna hraunið renna inn í salinn – sannkölluð veisla fyrir skynfærin! Þegar hraunið rennur inn í rökkvaðan sýningarsalinn er eins og sýningargestir verði vitni að sólarupprás, svo skært er rauðglóandi hraunið. Þá finna gestir lyktina af bráðnu hrauninu þar sem það byrjar að storkna og heyra um leið hvernig það kraumar, bullar og snarkar. Það allra tilkomumesta er þó hitinn sem skellur á sýningargestum. Það er gífurlegur hitinn sem kemur flestum á óvart. Sýningarstjórinn gerir svo alls kyns æfingar með rauðglóandi hraunið sem er heillandi að fylgjast með en um leið ótrúlega upplýsandi. Að sýningu lokinni gefst svo öllum færi á að spyrja spurninga sem sýningarstjórinn reynir að svara eftir bestu getu. (20-25 mínútur)
Icelandic Lava Show er hugarfóstur hjónanna Júlíusar Inga Jónssonar og Ragnhildar Ágústsdóttur og er fyrsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Hvergi annars staðar geta sýningargestir upplifað rauðglóandi hraun í svo miklu návígi með öruggum hætti. Icelandic Lava Show opnaði þann 1. september 2018 og er því enn ungt og efnilegt fjölskyldu sprotafyrirtæki sem hefur fengið hreint ótrúlegar viðtökur líkt og sjá má á einkunnasíðum á borð við TripAdvisor og Google. Sannarlega upplifun sem enginn Íslendingur má láta fram hjá sér fara.

Bókaðu núna