Heimilisfang
Um Sjóminjasafnið í Reykjavík
Hlutverk þess er að safna og miðla sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur.
Sjóminjasafnið í Reykjavík var formlega stofnað í lok ársins 2004 og opnaði sína fyrstu sýningu á Hátíð hafsins í júní 2005. Safnið er staðsett við Grandagarð, í því húnæði sem áður hýsti Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR). Árið 2008 bættist Varðskipið Óðinn við í safnkostinn og liggur það nú við bryggju safnsins. Árið 2014 var Sjóminjasafnið sameinað öðrum borgarsöfnum sem hafa með sögu Reykjavíkur að gera undir nafninu Borgarsögusafn Reykjavíkur. Frá janúar – maí 2018 var unnið að endurbótum og uppsetningu á nýrri grunnsýningu í safninu og var safnið lokað á meðan.
Safnið var svo enduropnað aðra helgina í júní 2018 með nýrri grunnsýningu Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár og nýrri tímabundinni sýningu Melckmeyt 1659 – fornleifarannsókn neðansjávar.
Hægt er að sérpanta leiðsagnir fyrir almenna hópa með því að senda tölvupóst á sjominjasafnid@reykjavik.is. Skólahópar geta fengið ókeypis leiðsögn með því að senda tölvupóst á safnfraedsla@reykjavik.is.
Nánari upplýsingar og viðburði og aðra starfsemi safnsins er að finna á borgarsogusafn.is.
Viðey heyrir undir Borgarsögusafn: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.
Afgreiðslutími
Opið alla daga kl. 10 – 17.
Leiðsagnir um Óðin kl. 13, 14 og 15 alla daga.
Aðgangseyrir
Safn: 1.700 kr.
Óðinn: 1.300 kr.
Safn + Óðinn : 2.600 kr.
Börn 0-17 ára: Ókeypis
Öryrkjar: Ókeypis
Nemendur gegn framvísun skólaskírteinis: Safn 1.100 kr., Óðinn 1.100 kr. Safn + Óðinn 2.200 kr.
Menningarkorthafar: Ókeypis
Menningarkortið fyrir 67+: 1.800 kr.