Heimilisfang
Um Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Ljósmyndasafn Reykjavíkur leggur stund á og stuðlar að rannsóknum á ljósmyndun á öllum sviðum, svo sem ljósmyndasögu, listfræði og forvörslu svo nokkuð sé nefnt. Ljósmyndasafnið skapar fræði- og fagfólki aðstöðu og tækifæri til fjölbreyttra rannsókna á ljósmyndum og þáttum henni tengdri. Það er með safnkennslu fyrir öll skólastigin um sögu ljósmyndarinnar s.s tækniþróun, sem listgrein og heimild.
Á safninu er starfrækt myndvinnsla sem annast vinnslu á myndum fyrir safnið og viðskiptavini. Safnið veitir almenningi, fyrirtækjum og stofnunum Reykjavíkurborgar ráðgjöf og þjónustu á sviði ljósmyndunar.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur varðveitir ljósmyndaefni sitt við fullkomnar geymsluaðstæður í geymslum sem eru hannaðar samkvæmt ströngustu kröfum um varðveisluskilyrði. Á staðnum er sérútbúið forvörsluverkstæði. Ljósmyndasafn Reykjavíkur stendur fyrir fjölda ljósmyndasýninga ár hvert, bæði eitt og sér, og í samstarfi við önnur söfn og fyrirtæki. Sýningarsalur Ljósmyndasafnsins er á 6.hæð Grófarhúss.
Hægt er að sérpanta leiðsagnir fyrir almenna hópa með því að senda tölvupóst á ljosmyndasafn@reykjavik.is. Skólahópar geta fengið ókeypis leiðsögn með því að senda tölvupóst á safnfraedsla@reykjavik.is.
Nánari upplýsingar og viðburði og aðra starfsemi safnsins er að finna á borgarsogusafn.is.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur heyrir undir Borgarsögusafn: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.
Afgreiðslutími
Mánudaga – fimmtudaga kl. 10:00 – 18:00
Föstudaga kl. 11:00 – 18:00
Helgar kl. 13:00 – 17:00
Aðgangseyrir
Fullorðnir: 1.000 kr.
Börn 0-17 ára: Ókeypis.
Öryrkjar: Ókeypis.
Nemendur gegn framvísun nemendaskírteinis: 900 kr.
Menningarkorthafar: Ókeypis
Menningarkortið: 6.000 kr
Menningarkortið fyrir 67+: 1.800 kr.