Um völlinn
Grafarkotsvöllur við Bása var vígður þann 8.júní 2006. Grafarkotsvöllur er 6 holu stuttur æfingavöllur þar sem brautirnar eru 30 til 60 metra langar. Völlurinn er því tilvalinn til að æfa stutta spilið bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Greitt er fyrir leik á Grafarkotsvelli í afgreiðslu Bása.
Fullt gjald alla daga, kr. 1.500
Sumarkort, kr. 14.950
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Bása www.basar.is
Sími: 585 0212
Netfang: basar@basar.is