Okkar Reykjavík er hluti af markaðsátakinu Okkar Ísland og er markmiðið að gera öllu því góða sem landið og landinn hefur upp á að bjóða góð skil – veiðistaðir, náttúra, minjar, menningartengdir viðburðir svo eitthvað sé nefnt. Okkar Ísland er einnig hugsað fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja koma sér á framfæri með ferðatengdar vörur og þjónustur og vinna með okkur að bjóða upp á upplifun á hagstæðu verði.

Okkar Reykjavík vefsíðan einblínir á höfuðborgarsvæðið og á síðunni er hægt að finna yfirlit og upplýsingar um það sem er hægt að gera, sjá, upplifa og njóta í Reykjavík. Borgarferð í miðbæinn er bæði skemmtileg og kærkomin eftir miklar samverustundir heima fyrir undanfarið. Að geta skotist frá í smá stund til að njóta samverustundar og njóta alls þess sem miðbærinn býður upp á er næring fyrir líkama og sál.

Hér á síðunni er hægt að kaupa ferðatengdar vörur og þjónustu frá samstarfsaðilum okkar á höfuðborgarsvæðinu á hagstæðum kjörum hvort sem um er að ræða einstaka vörur eða þjónustu eða upplifun í formi Óvissuferða: Dagsferð, Dagur og Nótt og Helgarferð. Óvissuferðirnar eru vissulega óvæntar og er það hluti af upplifuninni því flestum finnst gaman að koma sér þægilega á óvart.

Taktu þátt

Hornsteinar Okkar Reykjavík eru tveir.

Í fyrsta lagi bjóðum við upp á splunkunýja tæknilausn frá fyrirtækinu Skapalón, sem sérhæfir sig í þjónustu við ferðatengda aðila og hefur þróað bókunarvél sem býður upp á alveg nýja upplifun. Í öðru lagi erum við í samvinnu við fyrirtækið Must See in Iceland, sem sérhæfir sig í að markaðssetja íslenska ferðaþjónustu til erlendra ferðamanna á síðunni www.mustsee.is.

Must See vinnur með einstaklingum, fyrirtækjum og bæjarfélögum af öllu landinu til að hjálpa þeim að koma sér og sinni þjónustu á framfæri. Ávinningurinn er að kynna fólk fyrir einhverju sem það myndi venjulega ekki kaupa sér eða prófa. Við hvetjum fyrirtæki stór sem smá til að setja sig í samband, þar sem heildarramminn hjá okkur býður upp á fjölbreytta möguleika við að markaðssetja ykkur, og margt skapandi er hægt að gera innan hans.

Ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu og vilt koma þínum vörum eða þjónustu á framfæri þá máttu endilega senda okkur skilaboð. Ef þú ert ekki á höfuðborgarsvæðinu og vilt vekja athygli á ferðatengdri vöru og/eða þjónustu annars staðar á landinu þá viljum við líka glöð heyra í þér — við erum að vinna í að ná til alls landsins og erum opin fyrir því að mynda tengsl alls staðar.

Við hvetjum áhugasama til þess að senda okkur endilega tölvupóst á hallo@okkar-island.is. Komdu í samstarf með okkur!