Þjóðleikhúsið
Hverfisgata 19, 101 Reykjavík

Kúlan – Kassinn – Skrifstofur
Lindargata 7, 101 Reykjavík

Hafa samband

Sími: 551 1200
Netfang: midasala@leikhusid.is
Heimasíða Þjóðleikhússins

Um Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið er eign íslensku þjóðarinnar og um starfsemi þess er fjallað í öðrum kafla Leiklistarlaga 1998, nr. 138 23, og í Reglugerð fyrir Þjóðleikhús nr. 117, 15.1.2009 . 12.

Þjóðleikhúsið sýnir fjölbreytt úrval sviðsverka sem er ætlað að höfða til ólíkra áhorfendahópa, með það að markmiði að efla og glæða áhuga landsmanna á list leikhússins og auðga leikhúsmenningu í landinu. Í Þjóðleikhúsinu eru settar á svið framúrskarandi leiksýningar sem skemmta áhorfendum, ögra þeim, vekja þá til umhugsunar og veita þeim innblástur.

Á verkefnaskránni eru að jafnaði ný og eldri innlend og erlend verk, klassískar leikbókmenntir, söngleikir og barnasýningar, sem og sýningar af ýmsu tagi unnar í samstarfi við leikhópa, danslistafólk og listastofnanir. Sérstök rækt er lögð við innlenda nýsköpun og ný íslensk leikverk. Þjóðleikhúsið leggur einnig ríka áherslu á að efla áhuga og skilning yngri kynslóða á leikhúsinu með sýningum fyrir börn og unglinga og fræðslustarfi. Leikið er á fimm ólíkum leiksviðum í leikhúsinu, en Þjóðleikhúsið sýnir einnig sýningar á leikferðum um landið.

Á hverju ári eru um 30 ólíkar sýningar á fjölum leikhússins. Þar af er um tugur nýrra frumsýninga, en að auki sýnir leikhúsið verk frá fyrra leikári ásamt samstarfs- og gestasýningum.

Fastráðið starfsfólk leikhússins er um 100 manns, en einnig starfa tæplega 200 lausráðnir starfsmenn við leikhúsið á ári hverju. Eru þá ótaldir starfsmenn gesta- og samstarfsverkefna. Í Þjóðleikhúsinu starfar metnaðarfullt sviðslistafólk í fremstu röð og þar er lögð alúð við að efla innra starf og starfsánægju, með áherslu á jafnréttismál.