Almennir opnunartímar:

Mánudag – föstudags: 06:30-22:00
Laugardag – sunnudags: 08:00-22:00

Heimilisfang:

Barónsstígur 45a
101

Sími: 411 5350
Netfang: sundholl@itr.is

Strætisvagnar sem stoppa nálægt:

5
14
15
18

Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

Byggingarár: 1929 – 1937.

Saga byggingarinnar: Í æviminningum Knud Zimsen, bæjarverkfræðings 1902, kemur fram að hann gerði tillögu að byggingu yfirbyggðrar sundlaugar í Reykjavík, tillagan fékk ekki hljómgrunn í bæjarstjórn Reykjavíkur.

Árið 1927 kemur Jónas frá Hriflu með þá hugmynd að ríkissjóður leggði fram 50 þúsund krónur í Sundhallarbyggingu gegn því að bæjarsjóður legði fram jafn háa upphæð. Tilllagan var ekki samþykkt.

Árið 1928 bar ríkisstjórnin fram frumvarp um byggingu Sundhallar í Reykjavík. Frumvarpið hljóðaði uppá að ríkið leggði fram 100 þúsund krónur og að borgin legði fram annað eins auk lóðarinnar.

Fyrsta tillaga Guðjóns Samúelssonar var bygging í burstabæjarstíl. Laugin átti að vera þrískipt, ein laugin átti að vera fyrir börn, önnur stærri fyrir íþróttamenn, sú þriðja átti að vera sjólaug. Hætt var við að byggja eftir fyrstu tillögu Guðjóns, en árið 1929 var byrjað á að reisa Sundhöllina í þeirri mynd sem hún er í dag. Í nokkur ár gekk hvorki né rak með bygginguna vegna fjárskorts. Sundhöllin var loksins tekin í notkun 23. mars 1937.

Eimbað

Sameiginlegt eimbað fyrir konur og karla. Opnaði árið 2001. 6,9 fermetrar að stærð og 17,3 rúmmetrar.

Leiktæki

Tvö stökkbretti eru í lauginni. Það lægra er 1,0 m frá vatnsyfirborði, það hærra 2,75 m frá vatnsborði.

Hvað er í boði í lauginni?

Ungbarnaaðstaða
Útiklefar
Vaðlaug
Stökkbretti
Sérklefi
Sauna
Sala á sundfatnaði
Heitir pottar
Barnalaug
Aðgengi í laug fyrir fatlaða
Nudd pottur
Klór framleiddur úr salti
Innilaug
Kaldur pottur
25 metra laug