Hagatorgi
107 Reykjavík

Sími: 591 5145
haskolabio@smarabio.is

Opnunartími:

17:20 á virkum dögum.

Fer eftir sýningartímum mynda. Opnum 30 mín fyrir fyrstu sýningu. Annaðhvort 15:00 eða 17:30 um helgar.

Um Háskólabíó:

Háskólabíó tók til starfa árið 1961 og var til að byrja með einn salur í húsinu sem var tekið fagnandi af kvikmyndaþyrstum landsmönnum. Árið 1989 var byggt við húsið og fjórir minni salir voru teknir í notkun með samtals 840 sætum.

Þann 1. maí 2007 tók Sena við rekstri kvikmyndasýninga í Háskólabíói. Húsið gekk í gegnum miklar endurbætur sem miðuðu að því að bæta aðgengi og þægindi bíógesta. Að auki voru sýningatæki endurnýjuð og er bíóið nú búið hágæða stafrænum sýningarbúnaði í öllum sölum.

Háskólabíó er hlélaust bíó með sætavali.

Háskólabíóbíó er stöðugt að vinna að bví að gera bíóið betra og að gera alla sýna starfsemi sem umhverfisvæna.
t.d. erum við papparör, pappa Nashos pakka, flokkum allt rusl og fl.

Háskólabíó hefur í gegnum árin verið heimili íslenskra kvikmynda og listrænna gæðamynda frá öllum heimshornum auk þess sem hér eru sýndar stórar vinsælar myndir um leið og þær koma út. Háskólabíó hýsir árlega ýmsar kvikmyndahátíðir, til að mynda Franska kvikmyndahátíð í upphafi hvers árs.

Háskólabíó hefur ríka sögu og mikla sál. Gestir upplifa einstakt andrúmsloftið og njóta þess fram í fingurgóma að horfa á góðar kvikmyndir í Háskólabíói. Í Háskólabíói eru allar sýningar hlélausar og sætaval.

Aðgengi fyrir hjólastóla er í alla sali en athugið að lyftan að sal 4 rýmir aðeins minni gerðir hjólastóla.