
Borgarbókasafnið rekur bókabílinn Höfðingja og er aðsetur hans við Kringluna. Höfðingi er á ferðinni alla virka daga frá 1. september til 30. júní og hefur viðkomu á þrjátíu stöðum víðsvegar um borgina.
Hægt er að panta bókabílinn í heimsókn, til dæmis í leikskóla eða aðrar stofnanir. Bókabíllinn kemur einnig á hverfishátíðir og aðra viðburði í borginni.
Bíllinn er myndskreyttur af Gunnari Karlssyni myndlistarmanni.
Heimilisfang:
Listabraut 3
103 Reykjavík
Hafa samband:
Sími: 699 0316
Netfang: borgarbokasafn@borgarbokasafn.is