Allir skíðaiðkendur í Bláfjöllum þurfa „Hart kort“. Hart kort kostar 1.000 kr og hægt er að fylla á það aftur og aftur. Ef viðkomandi vill skila kortinu þá er 500 kr. skilagjald – kortið þarf að vera í lagi!

Mikil þægindi eru í notkun harða kortsins, þú hefur kortið í vasanum vinstra megin og þarft ekki að taka það upp þegar þú ferð í gegnum hliðin. Engar teygjur og ekkert vesen!!

Einnig er hægt að fylla á harða kortið heima í stofu af heimasíðu Skíðasvæðanna.  Jafnframt er hægt hægt að kaupa dagskort, klukkustundarkort á fjórum N1 stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Við Lækjargötu í Hafnarfirði, í Ártúnsbrekku á leið uppeftir, Stórahjalla Kópavogi og Háholti 2 Mosfellsbæ..

Allar upplýsingar um opnunartíma, verðskrár, ferðir og færið má finna á vef skíðasvæðanna.