Eina borgarferðin sem er hægt að fara í þessa dagana. Menning, upplifun, matur og rómantík á frábærum kjörum með þeim sem að þér þykir best(ur). Á milli skipulagðra upplifana er tilvalið að fara í gönguferð eða njóta kaffihúsanna sem borgin hefur upp á að bjóða.

Þessi ferð byrjar á innritun á hóteli í Reykjavík kl. 14:00. Þar á eftir er ferðinni heitið í skemmtilega afþreyingu og innifalið er ferðamáti sem þið veljið sjálf. Borðað verður á veitingastað í miðbænum um kvöldið og svo gist á hótelinu um nóttina. Farið verður í tvær bókaðar upplifanir daginn eftir, en þeirra á milli er tilvalið að nýta borgarferðina í göngutúra eða fara á staði sem þú hefur kannski aldrei upplifað áður. Sniðugt er að skoða „Gott að vita“ hér til hliðar til þess að fá hugmyndir. Um kvöldið er svo innifalinn kvöldverður á veitingastað og gisting aðra nótt á sama hóteli. Ferðinni lýkur svo með morgunverði á hótelinu og check-out kl. 12:00 á hádegi.

Með einum smelli kaupir þú æðislega helgarferð fyrir eins marga eða fáa og þú vilt. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu því að við sjáum um að bóka borð á veitingastað og skipuleggja ævintýri fyrir þig og þína. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta!

Innifalið í verði:

Helgarferð í Reykjavík
2 nætur á hóteli
Kvöldmatur á veitingastað x 2
Morgunmatur á hóteli x2
Afþreying
Óvæntar uppákomur

Ekki innifalið í verði:

Góða skapið og ævintýraþrá – þú þarft að koma með það með þér!

Gott er einnig að hafa í huga að klæða sig eftir veðri þann dag sem óvissuferð er farinn því, þið vitið – þetta er Ísland!

* Athugið að bóka þarf óvissuferð með að minnsta kosti vikufyrirvara til að tryggja að ferðin verði ógleymanleg.

Bókaðu núna