Reykjavík býður upp á svo margt og að upplifa miðbæjarstemninguna á blíðu sumarkvöldi er dásamlegt; að heimsækja Árbæjarsafnið í aðventunni færir öllum smá yl í hjarta; að fara niður á tjörn og gefa öndunum brauð er yndislegt á góðum degi; Reykjavík er með eitthvað fyrir alla, allan ársins hring og svo lengir sem allir klæða sig eftir veðri er hægt að njóta og upplifa…….með stræti þín og torg.

Saga Reykjavíkur hefst þegar Ingólfur Arnarson ásamt öðrum sest að í kringum 874. Hann kom hingað frá Noregi með konu sinni Hallveigu Þóðardóttur, syni sínum Þorsteini og þrælunum Vífil og Karli. Tíminn leið, og Reykjavík óx úr grasi og þróaðist í þá fallegu borg sem hún er í dag með öllu sem hún hefur upp á að bjóða.

Reykjavík er höfuðborg Íslands og er fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega 131.000 íbúa (2019), þar af eru um 11% innflytjendur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru nú yfir 220.000 í 7 sveitarfélögum. Opinbert heiti sveitarfélagsins Reykjavíkur er Reykjavíkurborg. Reykjavík skiptist í 10 hverfi sem eru Vesturbærinn, Miðborg, Hlíðar, Laugardaluir, Háaleiti og Bústaðir, Breiðholt, Árbær, Grafarvogur, Kjalarnes, Grafarholt og Úlfarsárdalur.

Í Reykjavík eru flest söfn á Íslandi og er Listasafn Einars Jónssonar elst þeirra en einnig er að finna þar Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Ásmundar Sveinssonar, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn og Þjóðminjasafn Íslands.

Í Reykjavík er að finna tvo háskóla, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Menntaskólarnir á höfuðborgarsvæðinu eru Borgarholtsskóli, Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, Fjölbrautarskólinn í Garðabæ, Fjölbrautarskólinn við Ármúla, Flensborg í Hafnarfirði, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn, Menntaskólinn í Kópavogi, Tækniskólinn, Verzlunarskóla Íslands og síðast enn ekki síst Menntaskólinn í Reykjavík.

Veðurfar í Reykjavík er hlýrra og jafnara á ársmælikvarða en á flestum stöðum á sömu breiddargráðu og er hægt að þakka Golfstraumnum fyrir það. Úrkoma er ekki mjög mikil og sólardagar fleiri en maður myndi halda eða um 55 dagar á ári sem er sambærilegt við stóran hluta norðurhluta Evrópu.